Spurningar og svör

Hvað er Tölvuaðstoð?
Tölvuaðstoð hefur veitt viðskiptavinum sínum hágæðatölvuþjónustu frá árinu 2003. Tölvusérfræðingar okkar hafa unnið við sitt fag í 15 ár. Við sérhæfum okkur í svokallaðri fjaraðstoð þar sem notast er við forrit sem við útvegum þér að kostnaðarlausu. Forritið gerir tæknimönnum okkar kleift að vinna við tölvuna þína, hvar sem þú ert.

Get ég leitað til ykkar ef ég hef áhuga á að kaupa tölvu?
Já, þér er velkomið að leita til okkar. Sérfræðingar okkar munu aðstoða við að finna réttu tölvuna fyrir þig, setja upp þann hugbúnað og/eða vélbúnað sem þú þarft og svo getum við komið með hana heim til þín og tengt hana fyrir þig. Þú þarft í raun ekkert að gera nema hafa samband við okkur.

Af hverju notið þið fjarvinnsluforrit eða sækið tölvuna frekar en að vinna á staðnum?
Í flestum tilvikum getum við gert við, uppfært eða sótt gögn af tölvunni í gegnum internetið án þess að þú þurfir að koma til okkar eða við til þín. Með fjarvinnsluforritinu getum við brugðist við fyrr ef eitthvað kemur upp á, t.d. á meðan þú ert á ferðalagi.
Í þeim tilvikum sem eitthvað meira er að tölvunni sækjum við hana til þín og komum með hana aftur vegna þess að þegar tæknimaður vinnur á sérútbúnu verkstæði okkar er hann örugglega með allt sem hann þarf við hendina auk þess að hafa aðgang að mun hraðari tengingum en almennt eru í heimahúsum. Þegar við gerum við á okkar eigin verkstæði þurfum við ekki að rukka fyrir biðtíma sem oft skapast, t.d. þegar verið að er setja upp eða laga ný forrit.

Af hverju þjónustuleiðir en ekki bara almennar tölvuviðgerðir?
Við veitum persónulega þjónustu og tryggjum að sami tæknimaður sjái ávallt um viðkomandi viðskiptavin. Með því móti tryggjum við líka gott samband og meira traust. Þjónustuleiðirnar eru liður í því að gagnkvæmt traust og gott samband ríki milli okkar og þín. Engu að síður er hægt að leita til okkar varðandi almennar viðgerðir og viðhald en biðtími gæti þá verið lengri en annars. Þjónustuleiðirnar tryggja einnig að tölvan er alltaf í sem bestu ástandi hvað varðar vírusvarnir, gagnaöryggi, eftirlit með tölvu og hugbúnaði o.fl.

Af hverju að vera í þjónustuleið hjá Tölvuaðstoð en ekki bara kaupa sjálfur vírussvörn eða öryggispakka annars staðar?
Öryggispakkar og keyptar vírusvarnir eru góður valkostur fyrir þá sem vilja sjá um sig sjálfir, en þeim fylgir ekki þjónustan. Þjónustuleiðir Tölvuaðstoðar fela í sér miklu meira en bara hugbúnað. Ef þú nýtir þér þjónustuleið okkar færð þú vírusvörn, afritunartöku og eftirlit með því að hugbúnaður virki sem skyldi. Einnig færðu aðgang að þínum eigin tæknimanni sem þekkir tölvuna þína og hvernig þú notar hana. Hann getur því veitt sérsniðna þjónustu og ráðgjöf, allt eftir þínum þörfum.

Í þjónustuleiðunum hef ég aðgang að mínum eigin tæknimanni. Hvað er átt við með því?
Hér er átt við að það er alltaf sami tæknimaðurinn sem sér um þín mál og þar af leiðandi þekkir hann þig og veit hverjar þarfir þínar eru. Hann skráir hjá sér upplýsingar varðandi þig og tölvuna þína til að geta sniðið þjónustuna sem best að þínum þörfum. Þú getur haft samband við þinn tæknimann og spurt hann um allt sem þú þarft að vita varðandi tölvumál. Hann leitast svo við að svara þér á mannamáli.

Ef ég er í þjónustuleið, er þá langur uppsagnarfrestur ef ég vil hætta?
Nei, uppsagnarfresturinn er ekki langur, hann er aðeins einn mánuður. Þú getur ákveðið að hætta hvenær sem þú vilt og það er engin þörf á að binda sig í ákveðinn tíma.

Ég hef áhuga að nýta mér þjónustuleið hjá Tölvuaðstoð, hvað þarf ég að gera?
Þú getur hringt í síma 5 500 200 eða haft samband við okkur með því að smella hér. Við hjálpum þér svo við að finna út hvaða þjónustuleið hentar þér best.

Hlökkum til að heyra frá þér.