Persónuverndarstefna Tölvuaðstoðar ehf
Tölvuaðstoð ehf. (kt. 481206-1110) leggur áherslu á að uppfylla ákvæði laga nr. 90/2018 um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga.
Tölvuaðstoð ehf. tekur réttindi einstaklinga varðandi persónuupplýsingar alvarlega og leggur ríka áherslu á að meðhöndla þær á lögmætan, vandaðan og gagnsæjan hátt. Í persónuverndarstefnu Tölvuaðstoðar ehf. er útskýrt í hvaða tilgangi persónuupplýsingum er safnað og hvernig þær er meðhöndlaðar. Markmið okkar er að tryggja að hagaðilar séu upplýstir um hvernig fyrirtækið safnar og vinnur persónuupplýsingar.
Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga
Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem gera það mögulegt að bera kennsl á eða hafa samband við ákveðinn einstakling. Tölvuaðstoð safnar eftirfarandi tegundum persónuupplýsinga.
Persónugreinanlegar upplýsingar eru gögn sem gera það mögulegt að bera kennsl á eða hafa samband við ákveðinn einstakling. Tölvuaðstoð safnar eftirfarandi tegundum persónuupplýsinga.
Persónupplýsingar
Fyrirtækið safnar netföngum, kennitölum einstaklinga/fyrirtækja og símanúmerum þeirra sem skrá sig. Upplýsingarnar eru notaðar til að sinna sölu og þjónustu, tilkynna viðburði og aðrar tilkynningar, svo sem jólakveðjur og þjónustukannanir. Ef einstaklingur vill ekki lengur vera á póstlistanum, getur hann afþakkað það með því að senda póst á afskra@tolvuaðstod.is.
Miðlun persónuupplýsinga
Tölvuaðstoð ehf. leggur áherslu á trúnað og mun ekki nýta persónuupplýsingar í öðrum tilgangi en þeim sem þær voru safnaðar fyrir. Persónuupplýsingar eru ekki miðlaðar til þriðja aðila nema með samþykki viðkomandi einstaklinga. Starfsmenn, sem og verktakar fyrirtækisins, eru skyldugir að meðhöndla allar persónuupplýsingar sem trúnaðarmál og samkvæmt ákvæðum laga og reglna um persónuvernd.
Öryggi gagna
Tölvuaðstoð ehf. tryggir örugga varðveislu persónuupplýsinga með viðeigandi tæknilegum og skipulagslegum öryggisráðstöfunum til að vernda gögnin.
Endurskoðun
Persónuverndarstefna Tölvuaðstoðar ehf. er endurskoðuð reglulega. Allar fyrirspurnir um meðferð persónuupplýsinga og persónuverndarstefnu Tölvuaðstoðar ehf. skulu sendar á netfangið personuvernd@tolvuadstod.is.
Ábyrgð
Framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar ehf. ber ábyrgð á því að stefnunni sé framfylgt.
Framkvæmdastjóri Tölvuaðstoðar ehf. ber ábyrgð á því að stefnunni sé framfylgt.